Jazzhátíđarlok

Hćtta ber leik ţá hćst hann stendur.  Ţessum frasa var stundum baunađ á mann í gamla daga ţegar galskapurinn stefndi í einhverjar ófyrirséđar áttir.  Eftir skellihlátur kemur gjarnan harmagrátur - var annar.  Ég held reyndar ađ ţetta séu óttalegar kellingabćkur og ţađ eina sem eigi ađ fara varlega í sé ađ hefta hátíđarskapiđ međ of miklum fyrirvörum.  

Ţessari niđurstöđu komst ég ađ eftir Jazzhátíđina og hinn ótrúlega hápunkt hennar á laugardagskvöldiđ var, ţegar Sammi og Antibalas vögguđu fullum sal á Nasa í seiđmögnuđum takti langt fram á nótt.  Ţađ er raunar magnađ hvernig hátíđin magnađist kvöld eftir kvöld.  Ég er sannfćrđur um ađ Uri Caine tríóiđ hafi gefiđ ţessu hiđ rafmagnađa start sem dugđi í fjóra daga.  Fullt hús á ţremur stöđum daginn eftir og ţađ sem eftir var.  Gítarveisla Bjössa Thor sameinađi bćđi skemmtilega kvöldstund og alvöru músík ţrátt fyrir ađ hljóđfćrasirkusar ţurfi oft ađ takast á viđ ţá kreddu ađ ţeir séu skyldari kraftlyftingamótum eđa kappökstrum.  Ekki ţessi, ţetta voru ótrúlega skemmtilegir tónleikar.  Ţađ er líka mikil og góđ innspýting í íslenskt jazzlíf ađ báđir útgáfutónleikar Dimmu á Jazzhátíđ skyldu fylla húsiđ.  En Siggi Flosa og Agnar Már eru međ frábćrar plötur svo ađ ţetta ćtti kannski ekki ađ koma á óvart. 

Ég er búinn ađ vera fullur síđan á laugardaginn.  Fullur af ţakklćti til ţeirra sem gera okkur kleyft ađ halda glćsilega jazzhátíđ.  Reykjavíkurborg, Icelandair, Saga Capital, Eymundsson, Ölgerđinni, FÍH, Tónastöđinni, GuđjónÓ og auglýsingastofunni Forte.   En ţađ má ekki heldur gleyma ţví ađ eins ţakklátur og mađur er fyrir allan stuđninginn ţá ber fyrst og fremst ađ ţakka ţeim listamönnum sem  setja upp glćsilega tónleika fyrir fólkiđ í borginni og alla ţá sem tengjast okkur í gegnum beinar útsendingar Rásar Eitt. 

Ţađ er ţegar hafinn undirbúningur ađ nćstu jazzhátíđ.  Hún verđur haldin síđustu viku ágústmánađar 2008 og verđur vonandi enn glćsilegri en ţessi.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband