Pétur Grétarsson

Pétur Grétarsson er trommari og slaverksmaður.  Hann býr til músík sjálfur og með öðrum heima og heiman.  Pétur hefur leikið með vinsælum hljómsveitum eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands og SSSól svo einhverjar séu nefndar.  Hann hefur komið fram með Stórsveitum og smásveitum, Caput, Bendu og ótalmörgum öðrum hvar í litrófi tónlistarinnar sem þær liggja.  Auk þess hefur hann búið til tónlist fyrir leikhús og sjónvarp.  Pétur gerir gjarnan útvarpsþætti um tónlist og hefur gert fjölmarga slíka fyrir Rás 1.  Hann er líka tónlistarkennari við Tónlistarskóla FÍH.  Ekki má heldur gleyma því að Pétur er framkvæmdastjóri Jazzhátíðar Reykjavíkur og Íslensku tónlistarverðlaunanna. 

Ábyrgđarmađur skv. Ţjóđskrá: Pétur Grétarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband