Þrír, tveir...

...og svo kemur óumflýjanlega: Einn!  Ekki fyrr en á miðvikudag þó að þjófstartið sé þegar ákveðið annað kvöld kl 21.  Það verður án efa ógleymanleg stund.  Leynigestir af tónlistarsviðinu hafa eihverntíma verið kallaðir Sniglaband jazzins.  Ég kýs að kalla þá Snillaband jazzins, en það kemur í ljós anað kvöld um hverja ræðir.  

Borgarstjóri ætlar að setja fyrir okkur hátíðina og svo fara allir heim og hvíla sig vel fyrir næstu fjóra daga.  Það verður að gera þetta skynsamlega.  Það er skynsemin sem vantar í þann hluta næturlífsins sem er með þetta vesen í miðbænum.  Örfáir gaurar sem ætla að skemmta sér svo rosalega að vonbrigðin verða ennþá rosalegri þegar kemur í ljós að það er ekkert gaman.   Það er nefnilega svo lítið varið í að vera bara fullur.  Að vera fullur er eins og meðlæti eða skartgripur.  Punkturinn yfir i-ið.  Eitt sér er það einhvernveginn bara glatað.  Eins og að borða bara kartöflur eða vera bara með hálsmen, en ekki í neinu öðru.  Kannski ekki vonlaust, en í það minnsta vandmeðfarið.  Semsagt.  Jazzhátíð Reykjavíkur mælir með því að ganga um gleðinnar dyr á því tempói sem hverjum og einum hæfir.  Og þá helst um þær dyr sem ganga að atburðum hátíðarinnar. 

Ég gleymdi hreinlega að blogga í gærkvöldi og nú er kominn mánudagsmorgunn og Siggi Flosa í blöðunum.  Lognið á undan storminum.  Trommur í fjarska sem færast nær...og nær... og nær... og svo kemur bassasóló.  Sem minnir mig á það að nú tekur við þetta áþreifanlega: redda bassamagnara, redda trommusetti, redda svörtu handklæði og sódavatni sem er búið að hrista helminginn af kolsýrunni úr....bara þessa einföldu hluti sem allir listamenn þurfa að ganga að sem vísum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband