1.9.2007 | 10:27
Síðasti jazzsjéns!
Jú þetta virðist vera að smella. Síðasti dagur runninn upp og Antibalas menn hvíla sig í Reykjavík fyrir átök kvöldsins. Larry Coryell og frú farin heim eftir stutta heimsókn og skemmtilegt kvöld á Nasa. Coryell var ánægður með íslenska liðið og fór fögrum orðum um hvern og einn. Óskiljanlegt hvernig hann gat munað öll nöfnin og rutt út úr sér greiningu á gítarleik hvers og eins. Siggi Flosa fyllti líka Iðnó eins og Agnar Már á fimmtudaginn. Það þarf ekki einu sinni að nefna Eivöru. Stórsveitin var frábær, ég held ég hafi aldrei heyrt hana eins þétta. Fullt hús fullt hús fullt hús fullt hús fullt hús.
Þá eigum við bara eftir að fylla húsið í kvöld. Sammi og stórsveit hans. Jimi Tenor. Antibalas. Það verður ekkert betra. Ef okkur tekst að fylla kofann þá erum við með tímamótahátíð. Ótrúleg viðbrögð borgarbúa blása sannarlega vindi í seglin. Miklar pælingar þegar komnar af stað varðandi hátíðina að ári.
En fyrst er að mæta á markaðstorg jazzins í Ráðhúsinu í dag kl 13. Andrea og Ragnheiður Gröndal ætla syngja og Bjössi Thor, Hilmar Jensson, Siggi Flosa og þeirra frábæru meðreiðarsveinar ætla að spila. Útgefendur verða með plöturnar sínar og Ölgerðin með vatnið og gosið. Ókeypis inn alveg eins og á Jómfrúnni hjá Jakobi þar sem Egill B spilar með sínum mönnum kl 15.
Icelandair, Saga Capital, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Eymundsson, Guðjónó, Tónastöðin. Frábærir bakhjarlar Jazzhátíðar. Og hryggjarstykkið sjálft er eftir sem áður Reykjavíkurborg.
Ég datt út úr blogginu og missti því að því að ég hafði með ónærgætni minni stuðað vopnabróður minn Magga trymbil. Það hefur kannski einhver gaman af því að skoða það á netinu. Fjaðrafok út af miðaverði. Ég biðst afsökunar ef ég var dónalegur. Það var alveg óþarfi. Ég las ekki einu sinni bloggið hjá honum, heldur sá bara vitnað í það í Blaðinu. Fannst hann frekar pirraður út af litlu tilefni og hvað sem menn segja þá kostaði passinn á hátíðina 10500 þegar þetta var í gangi. Það er hinsvegar upphrópunin sem maður bregst við. Ef menn æpa þá er æpt á móti. Þýðir ekki að grenja þó maður hafi ekki hæst.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Engin sárindi hér, ég vildi einfaldlega færa rök fyrir skoðunum mínum og var ekki alveg sáttur með að vera útkallaður einhverjum nöfnum fyrir rökrétta skoðun. En ef að midi.is hefði birt miðaverðið eins og það greinilega var, 10.500, þá hefði þetta blogg aldrei átt sér stað enda eru 10.500 helmingi minni peningur en 21.000 =)
Vonandi gengur bara hátíðin vel hjá þér Pétur, ég kíki kannski á lokakvöldið í kvöld, ef það verður ekki uppselt.
Maggi Trymbill (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 14:40
Flott dagskrá
Einar Bragi Bragason., 5.9.2007 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.