8 dagar í Jazzhátíð

Ég gladdist fram eftir degi yfir því að Ölgerð Egils Skallagrímssonar kom inn í Jazzhátíðina með okkur.  Ég held svei mér þá að ég skelli í mig einum svellköldum Premium í kvöld í tilefni þess.  Svo auðvitað Kristal. 

Og það er ekki allt því að Eymundsson, þið vitið Penninn/Eymundsson ( svona eins og Bond, James Bond ) skellti sér líka í slaginn svo að það verður jazzað í bókabúðum bæði í Austurstræti og við Laugaveg á næstunni.  Ætli ég taki mér ekki bók í hönd með Premium-inum í kvöld og lesi um jazz.  Maður veit svo lítið um hann. 

Og þessi fáviska um jazzinn og tónlist yfirleitt leiðir hugann að því að ég átti einmitt stefnumót við tvær músíkalskar dömur í útvarpshúsinu fyrr í dag, en við Steinunn Birna Ragnarsdóttir ætlum að vera rosalega skemmtileg í spurningaleik um tónlist sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir ætlar að stjórna á Rás 1 í vetur.  Við fórum semsagt í myndatöku útaf því.  Myndatöku fyrir útvarp!  En hafið ekki áhyggjur.  Það verða fleiri gestir og þeir vita alveg örugglega heilmikið um músík!

Svo fór ég niður á DOMO bar og bar saman bækur mínar við bækurnar hans Mána, sem er aðal þar.  Við verðum með setningu Jazzhátíðar hjá honum þriðjudagskvöld eftir viku.  Stutt og laggott tækifæri fyrir listamenn, fjölmiðla og styrktaraðila til að hittast og æsa hvorn annan upp fyrir hátíðina.

Þar fyrir utan var mikið pælt í hvaða blað fengi að birta fínu auglýsingarnar sem Edda og Haukur hja Forte eru búin að hanna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband